Vordagar og skólaslit

Í dag hefjast vordagar hjá okkur, enda líður að lokum þessa skólaárs.  Við vísum í pósta sem hafa borist frá umsjónarkennurum og skrifstofu skólans.

Skóladagurinn er frá 8.30-12.00 mánudaginn 7.júní, þriðjudaginn 8.júní og miðvikudaginn 9.júní.  Gæsla er í boði frá kl 12.00- 13.40 fyrir nemendur á yngsta stigi. Nemendur í einhverfudeild sem fara í félagsmiðstöðvar eru í húsi til kl 13.30. Boðið er upp á hádegisverð fyrir þessa hópa.

Á fimmtudag er skólaslitadagur. Þá mæta nemendur eingöngu til skólaslita.  Skólaslit hefjast með stuttri athöfn á sal skólans, síðar er haldið til bekkjarstofu. Skólaslit 7.bekkjar er eingöngu á sal.

Vegna sóttvarnarráðstafana  má eitt foreldri koma með hverju barni frá 1.-6.bekk og tveir foreldrar með nemendum í 7.bekk. Grímuskylda er meðal foreldra.

1.-3.bekkur kemur kl 10.00

4.-6.bekkur koma kl 10.40

7.bekkur kemur kl 11.15

 

Takk fyrir samstarfið í vetur

starfsfólk Hvassaleitisskóla