Skip to content

Skólasálfræðingur, unglingaráðgjafi og félagsráðgjafar Þjónustumiðstöðvar Laugardals og Háaleitis vinna með nemendum (og foreldrum þeirra) sem eiga í náms, hegðunar- eða tilfinningalegum erfiðleikum sem hafa áhrif á líðan í skóla og nám. Oftast eru það kennarar og/eða foreldrar barns sem leita eftir aðstoð sálfræðings eða ráðgjafa. Skilyrði fyrir því að starfsmenn Þjónustumiðstöðvar taki mál til vinnslu er að nemendaverndarráð samþykki beiðnina og að skriflegt samþykki foreldra og skólastjórnenda sé fyrir hendi. Tilvísunareyðublað fæst í skólanum. Ákvörðun um forgangsröðun mála er tekin af nemendaverndarráði skólans.

Í flestum tilfellum felur vinna skólasálfræðings í sér mat á þroska, hegðun og líðan nemandans, sálfræðilegum prófum, bekkjar- og atferlisathugunum. Í kjölfar athugunar veitir sálfræðingur ráðgjöf og handleiðslu til kennara og foreldra. Sálfræðingur getur boðið upp á viðtal við nemendur í einstaka tilfellum.

Við viljum vekja sérstaka athygli á Veftréi þjónustumiðstöðvarinnar, en þar er að finna mjög margar upplýsingar um hvefið og þeirri starfsemi sem þar fer fram.