Sumargleði og útskrift 7. bekkjar

Á fimmtudaginn í síðustu viku héldum við sumargleði Hvassó þar sem við slógum saman íþróttadegi ásamt því að foreldrafélagið bauð upp á hoppukastala og klifurturn. DR-bike mætti á staðinn og gerði við hjól fyrir þá sem vildu og í lok dags sýndu BMX-brós valda takta á BMX-hjólum.

Dagurinn heppnaðist fullkomlega og þökkum við foreldrafélaginu innilega fyrir okkur.

Á föstudaginn voru skólaslit en þá kvöddum við nemendur 7. bekkjar sem halda á vit nýrra ævintýra. Þeirra verður sárt saknað í Hvassó.

Hér má sjá myndir frá dögunum tveimur.