Lausnateymi er jafningjastuðningur við kennara og hlutverk þess er að veita ráðgjöf vegna hegðunar-, samskipta- og eða námserfiðleika nemenda. Teymið styður kennara með því að skoða vandann og koma með tillögur að lausn mála. Kennarinn velur síðan úr tillögunum þá lausn sem honum líst best á að reyna.
Umsjónarkennari eða lausnateymi vísar þeim málum til nemendaverndarráðs sem ekki hefur tekist að leysa. Lausnateymi fundar eftir þörfum.
Það er ekki hlutverk teymis að taka að sér störf kennara.
Vinnulag
- Kennari skilar Beiðni um aðstoð lausnateymis til skólastjóra, deildarstjóra eða námsráðgjafa. Umsóknarblöð eru vistuð á sameign kennara.
- Fundartími er ákveðinn innan viku eftir að beiðni berst.
- Kennari fer í gegnum Gátlista kennara vegna erfiðleika nemenda sem vistaður á sameign kennara til að undirbúa sig fyrir fundinn (ekki þarf að svara þessum gátlista skriflega, hann er hugsaður fyrir kennara til að skoða hvernig þeir hafa tekið á málum fram að þessu).
- Fundur haldinn, staða mála kortlögð, úrlausna leitað (í samráði við forráðamenn) s.s.:
- Úrbætur / breytingar gerðar á kennslurými, kennsluháttum, samskiptum
- Einhver úr lausnateymi fylgist með í kennslustundum næstu daga
- Máli vísað til deildarstjóra sérkennslu, námsráðgjafa, stjórnenda
- Máli vísað til nemendaverndarráð
- Máli vísað til ÞLH, BV, BUGL/Brúarskóli eða annað
- Framhaldsfundur haldinn að ákv. tíma liðnum. Ef ekki hefur orðið bót á vandanum þá er máli vísað áfram sbr. liði c-e hér að ofan í samráði við forráðamenn.