Skip to content

 

Við í Hvassaleitisskóla störfum eftir móttökuáætlun Reykjavíkurborgar þegar við tökum á móti nemendum með annað móðurmál en íslensku.

Það er erfitt að flytjast á milli landa og aðlagast nýrri menningu og læra nýtt tungumál. Þá er stuðningur samnemenda og samstarfsmanna mikilvægur.

Nemendur sem koma nýir í skólann fá sérkennslu í íslensku. Í skólanum starfar kennari í hlutastarfi við íslensku kennslu nemenda með annað móðurmál.

Haustið 2021 var sett á stofn íslenskuver sem er staðsett í Vogaskóla. Þangað eiga nemendur í 4.-7.bekk rétt á að fara, námsdvöl þar eru 3-9 mánuðir. Fyrirkomulagið er á þann veg að nemendur sækja íslenskuver í skóla í sínu hverfi. Þau eru nemendur síns hverfisskóla og tilheyra sínum bekk en sækja skóla í íslenskuverið fjóra daga vikunnar. Einn dag fara þau í sinn skóla. Markmið starfs í íslenskuveri er að kynna fyrir nemendum íslenska menningu og fyrstu skrefin í íslenskri tungu.

Í skólanum okkar er bæði alþjóðlegur hópur starfsfólks og nemenda og erum við stolt af því að svo fjölbreyttur hópur sé með okkur.

Nemendum af erlendum uppruna og foreldrum þeirra stendur til boða að nýta þjónustu túlks í viðtölum við starfsmenn skólans. Óskir um túlkaþjónustu þurfa að berast til aðstoðarskólastjóra og /eða umsjónarkennara.