Skip to content

Að byrja í 1.bekk er stórt skref, fyrir nemendur og ekki síður foreldra.
Á þessari síðu eru hagnýtar upplýsingar fyrir væntanlega nemendur og foreldra þeirra.

Vorskólinn
Að vori fá nemendur boð í vorskóla og koma í hann í fylgd foreldra. Skólinn sendir boð á hvern skráðan nemanda í 1.bekk í maíbyrjun.

Skólasetning
Skólinn verður settur mánudaginn 23.ágúst.
23. ágúst og 24. ágúst eru nemendur í 1.bekk boðaðir í viðtal við sinn umsjónarkennara.
Fyrsti formlegi skóladagur 1.bekkinga er miðvikudaginn 25.ágúst.

Frístund og mötuneyti

Skráning í Krakkakot og mötuneyti fer fram í gegnum Rafræna Reykjavík.

Skóladagatal

hvers skólaárs er að finna á heimasíðu skólans, undir flipanum Skólinn.