Hvassaleitisskóli er fyrir nemendur í 1.-7. bekk. Nemendur sem stunda nám í Hvassaleiti sækja nám í unglingadeild í Réttarholtsskóla. Í Hvassaleitisskóla er nemandinn í brennidepli, líðan hans og þarfir. Stefnt er að því að nemendur njóti náms í hvetjandi umhverfi sem virkjar frumkvæði þeirra, hugvit og sköpun. Með það markmið í huga er lögð áhersla á einstaklingsmiðað nám þar sem boðið er upp á sveigjanlega náms- og kennsluhætti svo að hver og einn fái nám við sitt hæfi.

Hvassaleitisskóli