Skólasetning og upphaf skólastarfs

Hefðbundið skólastarf hefst á morgun, fimmtudaginn 3.september. Við ætlum að hefja daginn á stuttri skólasetningu og síðar halda nemendur til stofu með sínum umsjónarkennurum.  Tímasetningar eru sem hér segir:  2.-4.bekkir mæta kl 8.30 og 5.-7. bekkir mæta kl 8.50.

Stefnt er að því að halda skólasetningu úti á skólalóð, en það er háð veðri og vindum. Bjóði veðrið upp á að við séum utandyra eru foreldrar og forráðamenn velkomin með, en virða þarf 2 metra regluna. 

Kennsla á morgun verður samkvæmt stundaskrá, þeir nemendur sem eiga að hefja sinn dag í list og verkgreinum eða íþróttum fara fyrst með umsjónarkennara til stofu. Þangað koma síðan viðeigandi kennarar og sækja sinn hóp.

Í hádeginu á fimmtudag verður boðið upp á plokkfisk og á föstudag upp á skyr og brauð.