Skipulag næstu daga

Skipulag næstu daga er að taka á sig mynd.

Yngsta stig 

kl 8.30   1. og 4.bekkur. (1.bekkur mætir við inngang tónmenntastofu og 4.bekkur við inngang að eldhúsi).

kl 8.40  2. og 3.bekkur (sameiginlegur inngangur við tónmenntastofu).

Frímínútur og hádegismatur verða á sama/svipuðum tíma og verið hefur.

Skóladegi lýkur kl 13.30 hjá 1. og 4. bekk og kl 13.40 hjá 2. og 3.bekk. Þau fara beint í Krakkakot og fylgja sömu hópum þar.

 

Miðstig

Mæting nemenda á miðstigi verður við aðalinngang eins og hér segir:

8:50 5. bekkur

 9:00 6.bekkur

 9:10  7.bekkur  

Nemendum á miðstigi ber skylda til að setja upp grímur þegar þeir koma inn í húsið og halda beint til stofu. Skólinn getur útvegað einnota grímur og eru þær afhentar við innganginn en þeir sem eiga fjölnotagrímur megi endilega koma með þær. Grímuskyldan helst í öllum sameiginlegum rýmum og skólastofum ef ekki er hægt að tryggja tveggja metra fjarlægð.

Á báðum stigum verður skóladagur óskertur. Boðið verður upp á heitan mat í hádeginu.

Skipulagið verður keyrt á morgun, þriðjudaginn 3.nóvember og tekið til endurskoðunar að kennslu lokinni.