Skipulag næstu daga

Hér er skipulag næstu daga:

Skóladagurinn

Skóladagur yngsta stigs verður hefðbundinn að tíma. 1. og 4.bekkir ljúka sínum degi kl 13.30 og fara í Krakkakot. 2. og 3.bekkur ljúka sínum degi kl 13.40 og fara í Krakkakot. Þessi hólf haldast svo í Krakkakoti.

Miðstig.

Skóladagurinn hefur verið styttur örlítið í báða enda. 5.bekkur er í skólanum frá 8:50 -13:45.  6.bekkur frá 9:00- 13:40 og 7.bekkur frá 9:10-13:10 (við bætist fjarkennsla).

Mötuneyti

Við getum boðið öllum nemendum skólans upp á heitan mat í hádeginu. Við ætlum að draga úr meðlæti, t.d. verður ekki salat næstu daga. Búið er að setja upp borð í íþróttasal skólans, þar verður fyrirkomulagið þannig að búið verður að leggja á borð fyrir nemendur og þeir ganga því og fá sér sæti. Starfsfólk gengur á milli og skammtar nemendum mat og vatn.

Tímasetningar í mat riðlast örlítið.

1.bekkur Herbergi Hefðbundinn inngangur 11.50
2.bekkur íþróttasalur Neyðarútgangur, íþróttasal 12.00
3.bekkur íþróttasalur Neyðarútgangur íþr. sal 12.00
4.bekkur Matsalur matsalur 11.50
Einhverfudeildin Matsalur matsalur 11.50
5.bekkur Matsalur aðalinngangur 12.25- 12.45
6.bekkur íþróttasalur Neyðarútgangur íþr.salar 12.25-12.50
7.bekkur matsalur Kemur úr stofu 12.50