Reykjavíkurmót grunnskólasveita í skák

Skáksveit Háaleitisskóla tók þátt í Reykjavíkurmóti grunnskólasveita, í flokki 1.-3. bekkjar, mánudaginn 3. febrúar síðastliðinn. Liðsmenn skáksveitarinnar voru fimm nemendur í 3. bekk, Adam, Ari, Alex, Benjamín og Þorkell. Nemendur 3. bekkjar sóttu vikulega skáktíma á haustönn og kviknaði við það mikill skákáhugi í hópnum. Liðið stóð sig með mikilli prýði og var í toppbaráttunni allt mótið. Endaði sveitin að lokum í 4. sæti af 17 skáksveitum. Mikill áhugi er hjá hópnum að halda áfram í skákinni, fara að æfa meira og mæta á fleiri mót. Árangur næst með áhuga og æfingum. Við óskum hópnum góðs gengis í næstu verkefnum.

Björn Ívar skákkennari