Nemendaráð Háaleitisskóla

Nemendaráð Háaleitisskóla-Hvassaleiti skólaárið 2019-2020 er skipað 12 nemendum úr öllum árgöngum.

Nemendaráð fundar öllu jafna einu sinni í mánuði. Markmið nemandaráðs er að vinna að hagsmuna- og velferðarmálum nemenda.

Einn fulltrúi úr nemendaráði situr í skólaráði Háaleitisskóla. 

 

Reglur um nemendaráð Háaleitisskóla

 

  • Markmið nemendaráðsins er að vinna að hagsmuna- og velferðarmálum nemenda. Meðal annars að jafnréttismálum, matarmálum, húsnæði og umhverfismálum.
  • Þess að vænst að nemendaráðsfulltrúar séu fyrirmyndir annara nemenda og séu tilbúnir að vinna í þágu þeirra.
  • Nemendaráðsfulltrúar bera upp mál til umfjöllunar á fundum ráðsins og bregðast við öllum málum sem borin eru upp.
  • Verði nemendaráðsfulltrúar uppvísir af ósæmilegri hegðun á fundum eða utan þeirra geta þeir misst rétt til setu í nemendaráði.
  • Nemendaráð reynir að skiptast á að stjórna fundunum og skipar ritara.

Fréttir úr starfi

Vegna veðurs þann 9. janúar 2020

Ítrekum að börn fari ekki fylgdarlaus heim í dag. Sjá tilkynningu. https://www.mbl.is/frettir/innlent/2020/01/09/foreldrar_saeki_born_sin_i_lok_skola/

Nánar