Skip to content
Frístundastarf

Tónabær

Félagsmiðstöðin Tónabær

Safamýri 28
105 Reykjavík
S: 411-5410
Gsm: 695-5086

Félagsmiðstöðin Tónabær býður upp á fjölbreytt og skemmtilegt starf fyrir börn og unglinga. Áhersla er lögð á starf fyrir 10 – 16 ára unglinga. Mikil áhersla er lögð á unglingalýðræði og að virkja gesti félagsmiðstöðvarinnar í að hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd. Að auki er mikil áhersla lögð á fræðslu um ýmis málefni tengd lífsleikni og má þar nefna fræðslu um fordóma, forvarnir gegn vímuefnum, stuðning við jákvæða sjálfsmynd og margt fleira. Boðið er upp á opið starf, ýmsar uppákomur og verkefni í samstarfi við börn, foreldra, skóla og aðra samstarfsaðila í hverfinu. (Tekið af heimasíðu Tónabæjar)

Krakkakot

Stóragerði
108 Reykjavík
S. 664-7670
krakkakot@rvkfri.is

Krakkakot er frístundaheimili fyrir börn í 1.-4. bekk í Háaleitisskóla við Hvassaleiti. Krakkakot er staðsett innan skólans á neðri hæð hægri álmunnar.
Krakkakot vinnur eftir hugmyndafræði barnalýðræðis og er starfið sett saman með barnasáttmálan sem viðmið um allt í starfinu.
Að jafnaði starfa um 12 starfsmenn í Krakkakoti, þá er tveir starfsmenn í 100% stöðu og eru það forstöðumaðurinn Gunnar Óli Markússon og aðstoðarforstöðukonan Stella Eðvaldsdóttir.

Upplýsingagátt