Skip to content

Nemendaverndarráð starfar skv. reglugerð nr. 584/2010. Hlutverk þess er að samræma skipulag og framkvæmd þjónustu við nemendur varðandi skólaheilsugæslu, náms- og starfsráðgjöf og sérfræðiþjónustu og vera skólastjóra til aðstoðar um framkvæmd áætlana um sérstaka aðstoð við nemendur. Skólastjóri skipar nemendaverndarráðs til eins árs í senn og er ábyrgur fyrir starfsemi þess.

Nemendaverndarráð er æðsti aðili í málefnum einstakra barna í skólanum. Það gætir hagsmuna nemenda skólans, veitir þeim stuðning og vernd eftir því sem við á. Nemendaverndarráð ber ábyrgð á vinnslu mála hjá Lausnateymi og eineltisteymi skólans.

Meginverkefni ráðsins er að samræma og samhæfa stuðning skóla vegna nemenda sem taldir eru í þörf fyrir sérhæfða þjónustu á hverjum tíma í samræmi við lög um grunnskóla nr. 91/2008 og reglugerðir sem tengjast lögunum og öðrum lögum sem við eiga hverju sinni, t.d. barnalög, barna verndarlög, lög um heilbrigðisþjónustu, stjórnsýslulög, lög um persónuvernd.

Ráðið stýrir einnig verklagi og aðgengi nemenda í sérhæfða þjónustu, t.d. skólaþjónustu, fjölskylduþjónustu, heilbrigðisþjónustu, þjónustu barnaverndar og aðra þjónustu eins og við á hverju sinni. Skólastjóri, fyrir hönd ráðsins sér um að vinna og afgreiða tilkynningar og aðrar upplýsingar til barnaverndaryfirvalda í samræmi við skyldur barnalaga, barnaverndarlaga og tengdra laga, reglugerða og reglna.

 

Nemendaverndarráð Hvassaleitisskóla  2022-2023

Dagný Kristinsdóttir, skólastjóri, stýrir fundum ráðsins og ber ábyrgð á starfsemi þess

Iðunn Pála Guðjónsdóttir, deildarstjóri miðstigs og verkefna

María Birgisdóttir, deildarstjóri stoðþjónustu og yngsta stigs heldur utan um gögn, boðar til funda og ritar fundargerð.

Karen Einarsdóttir, náms- og starfsráðgjafi s

Að auki eiga sæti í ráðinu fulltrúar Þjónustumiðstöðvar hverfisins og hjúkrunarfræðingur frá Heilsugæslunni.

Ráðið fundar annan þriðjudag í mánuði, á starfstíma skóla.