Nemendaverðlaun Skóla-og frístundasviðs
Í gær, 7.júní voru afhend Nemendaverðlaun Skóla- og frístundaráðs en þau voru afhend við hátíðlega athöfn í Laugalækjarskóla. Skóla- og frístundaráð Reykjavíkur veitir á hverju vori verðlaun til nemenda í grunnskólum borgarinnar. Einn nemandi eða nemendahópur í hverjum skóla er tilnefndur og fær viðurkenningu. Markmið verðlaunanna er að hvetja nemendur til að leggja sig enn betur fram til að skara fram úr í námi, í félagsstarfi eða í skapandi starfi. Verðlaunin eru veitt m.a. fyrir góðan námsárangur, almennt eða í tiltekinni grein, góðar framfarir í námi, almennt eða í tiltekinni grein, virkni í félagsstarfi, að vera jákvæð fyrirmynd, sýna frumkvæði eða leiðtogahæfileika.
Frá Hvassaleitisskóla var Bahara Hussaini 7.UK tilnefnd fyrir miklar framfarir í íslensku. Bahara kom til okkar í haust og hefur sýnt mikla eljusemi og dugnað.
Til hamingju Bahara!