Íslenskuverðlaun unga fólksins

Íslenskuverðlaun unga fólksins voru afhent við athöfn í Grensáskirkju í gær. Verðlaunin eru veitt þeim nemendum í 7.bekk sem þykja sýna færni, sköpunargleði og frumleika í notkun tungumálsins. Einnig er horft til framfara í íslensku og leikni í að nota tungumálið sem samskiptatæki, t.d. á sviði samræðulistar eða ljóðrænnar framsetningar.

Að þessu sinni hlaut Hrafnhildur Markúsdóttir Íslenskuverðlaun unga fólksins en hún hefur lagt mikla rækt við íslenskuna og ber virðingu fyrir tungumálinu. Hún hefur einkar gott vald á tungumálinu og sýnir mikla leikni í málfræði, stafsetningu,bókmenntafræði svo dæmi séu nefnd. Hún setti sér það markmið í fyrra að lesa 300 bækur á árinu og náði því á þessum tíma.

Í venjulegu árferði eru verðlaunin veitt við hátíðlega athöfn í Hörpu, þar sem verndari verðlaunanna frú Vigdís Finnbogadóttir er viðstödd, en því miður var það ekki hægt þetta árið. Því var sú ákvörðun tekin að fara út í Grensáskirkju og fá nemendur úr árgangnum til að koma með atriði.

Sandra í 7.UK sýndi dans, Gréta Petrína og Jóhanna Freyja í 7.MMA sýndu leikritið um Fríðu og dýrið, Gréta Petrína flutti einnig tvö ljóð og spilaði á ukulele og að lokum flutti Bjartur Þór í 7.MMA frumsamið ljóð.


Veittar voru viðurkenningar fyrir góða ástundun og virkni í heimalestri. Þær hlutu:
Benjamín Þór Reynaga 7.MMA
Hrafnhildur Markúsdóttir 7.MMA
Ísleifur A. Jónsson 7.UK
Jóhanna Freyja Stefánsdóttir 7.MMA
Lilja Karen Guðjónsdóttir 7.UK
Sandra Huyen Anh 7.UK