Hvassaleitisskóli – 55 ára starfsafmæli

12.nóvember árið 1965 hófst skólastarf í Hvassaleitisskóla. Í dag má því segja að skólinn fagni 55 ára starfsafmæli og vegna þessa var nemendum og starfsfólki boðið upp á köku. Nemandi í 4.bekk kom færandi hendi á skrifstofuna og gaf skólanum heimatilbúið kort í tilefni dagsins.
 
Húsnæðið var byggt í þremur áföngum á árunum 1965- 1982. Skólinn tók til starfa í 1.áfanga en þá var húsnæðið langt í frá fullbúið, einungis efri hæð syðra skólahússins (elsta hluta skólans) var kennsluhæf. Þegar skólinn hófst voru nemendur 164 í 6 bekkjardeildum. Þegar skólinn hóf starfsemi var hann útibú frá Álftamýrarskóla og tók til starfa sem sjálfstæð stofnun haustið 1966. Skólinn var lengi vel með nemendur frá 1.-10.bekk og nemendafjöldinn var nokkuð hærri en nú er, eða í kringum 5-600 nemendur.
 

Til hamingju Hvassaleitisskóli!

Afmæliskort

Nemandi við skólann færði skólanum afmæliskort í tilefni dagsins