Hvað er í gangi hjá börnunum okkar? – Kynning á niðurstöðum Rannsóknar og greiningar fyrir Háaleitisskóla

Þriðjudaginn 19. nóvember nk. kl. 19:30 verður haldin kynning á vegum skólastjórnenda og Foreldrafélags Háaleitisskóla þar sem niðurstöður könnunar

Rannsóknar og greiningar fyrir Háaleitisskóla verða kynntar og rýnt í niðurstöðurnar. Fundurinn er haldinn í Háaleitisskóla, Álftamýri.

Könnunin var framkvæmd í febrúar 2019 meðal nemenda 5.-10. bekkjar í öllum skólum landsins en þar er hegðun og líðan barnanna okkar könnuð, m.a.  vímuefna-, tóbaks- og rafrettunotkun, stuðningur og samvera foreldra, útivistartími, vinna með skóla, frítími/íþróttir, notkun samfélagsmiðla og tölvuleikja, heilsa og líðan, svefn og klámnotkun.

Á fundinum mun Margrét Lilja Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá R&G, ásamt skólastjórnendum Háaleitisskóla kynna niðurstöðurnar fyrir Háaleitisskóla. En meðfram kynningunni flýtur hafsjór af fróðleik frá Margréti um hvernig við getum nýtt okkur upplýsingarnar til að bæta líðan barnanna okkar.

Þetta er frábært tækifæri fyrir okkur foreldra til þess að fá upplýsingar um líðan barnanna okkar og hvað er raunverulega að gerast í þeirra umhverfi, hverfinu okkar.

Fundurinn er öllum opin og við hvetjum foreldra allra árganga til þess að fjölmenna.

Upplýstir og virkir foreldrar eru besta forvörnin.

Skólastjórnendur og foreldrafélag Háaleitisskóla