Fréttabréf Hvassaleitisskóla
Meðfylgjandi er fréttabréf Hvassaleitisskóla fyrir október og nóvember en markmiðið er að slikt fréttabréf komi mánaðarlega í framtíðinni. Við viljum minna á að aðventuhátíðin okkar verður miðvikudaginn 30. nóvember og fimmtudaginn 1. desember og seinni daginn verður líka jólaföndur hjá foreldrafélagi skólans. Fréttabréf október & nóvember
NánarLeyfisbeiðnir
Leyfisbeiðnir sem sendar eru af heimasíðu skólans, eru ekki að skila sér á réttan stað, á skrifstofu skólans. Vinnulag okkar er þannig að skólastjóri svarar öllum leyfisbeiðnum sem vara lengur en í 3 daga. Ef svar hefur ekki borist við beiðni að þá biðjum við um að send sé önnur beiðni í gengum Mentor.
NánarSkólasetning Hvassaleitisskóla
Skólasetning Hvassaleitisskóla verður mánudaginn 22. ágúst. Tímasetningarnar verða sem hér segir: 2.-3 bekkur klukkan 9:30 4.-5. bekkur klukkan 10:30 6.-7. bekkur klukkan 11:30 Nemendur mæta ásamt forráðamönnum á settum tíma í íþróttasal skólans. Eftir það fara nemendur og forráðamenn í bekkjarstofur og hitta umsjónarkennara. Nemendur í fyrsta bekk verða boðaðir í viðtal af sínum umsjónarkennara.…
NánarSkólaslit
Nú líður að lokum þessa skólaárs. Skólaslit eru í fyrramálið frá 9:40-11:00, þau eru haldin hátíðleg í íþróttasal, að loknum slitum er haldið til bekkjarstofu þar sem vitnisburður er afhendur. 9:40: 1.-3.bekkur 10:10 3.-6.bekkur 11:00 7.bekkur Foreldrar eru hjartanlega velkomnir
NánarNemendaverðlaun SFS
Nemendaverðlaun skóla- og frístundaráðs voru afhent við hátíðlega athöfn í Rimaskóla í gær. Þetta er í tuttugasta skipti sem verðlaunin eru afhent til nemenda í grunnskólum borgarinnar sem skara fram úr í námi og starfi. 34 nemendur fengu verðlaun en Hekla Guðrún M. Pálsdóttir nemandi í 7. bekk var fulltrúi Hvassaleitisskóla og óskum við henni…
NánarPáskafrí
Skólinn verður lokaður vegna páskaleyfis dagana 11.-18.apríl. Kennsla hefst skv. stundaskrá þriðjudaginn 19.apríl. Njótið frísins!
NánarVetrarfrí
Vetrarfrí verður í grunnskólum Reykjavíkurborgar fimmtudaginn 16.febrúar og föstudaginn 17.febrúar. Kennsla hefst aftur samkvæmt stundaskrá mánudaginn 21.febrúar. Njótið frísins. Bestu kveðjur starfsfólk
NánarStarfsdagur og foreldraviðtöl
Fimmtudaginn 27.janúar er starfsdagur í Hvassaleitisskóla. Dagurinn verður notaður til undirbúnings foreldraviðtala sem verða 2.febrúar. Þessa daga fellur kennsla niður.
NánarJólaleyfi Hvassaleitisskóla
Jólaleyfi Hvassaleitisskóla verður frá og með 20. desember Sjáumst hress þann 4. janúar klukkan 8:30. Gleðilega hátíð öll sem eitt.
NánarHeimanámsaðstoð
Heimanámsaðstoð hefst á Borgarbókasafni í Kringlunni mánudaginn 1.nóvember kl 14.30. Við hvetjum nemendur til að nýta sér þessa þjónustuna.
Nánar