18 okt'19

6. bekkur -plastverkefni

Síðastliðnar vikur hafa 6. bekkirnir unnið að spennandi verkefni um umhverfismál og þá aðallega plastnotkun, en hugmyndin að verkefninu kviknaði út frá áhuga nemenda á umhverfisátakinu plastlausum september. Verkefnið hefur verið einkar fjölþætt og fengu nemendur til að mynda að semja umhverfisljóð og skreyta fjölnota taupoka sem vonandi koma í staðinn fyrir einnota plastpoka. Verkefninu…

Nánar
14 okt'19

Skógarfræðsla

Í september fóru fimmtu bekkingar í tvær skógarferðir samhliða skógarfræðslu. Þeir heimsóttu grenndarskóg skólans og Bolöldu þar sem þeir hlúðu að trjáplöntunum sem þeir gróðursettu síðasta vor. Hér má sjá myndir úr ferðinni.  

Nánar
26 sep'19

3. bekkur í myndlistaskólanum

Börn í 3. bekk fóru á dögunum á  þriggja daga námskeið hjá Myndlistarskólanum í Reykjavík. Þar lærðu þau ma. um frumlitina, línur, form og ólíkar áferðir. Þau fengu að búa til sína eigin pensla úr hinum ýmsu efnum náttúrunnar og prófuðu að mála með bleki. Afraksturinn má sjá á veggjum skólans og það má með…

Nánar
23 sep'19

Vinaliðar

Við erum stolt að segja frá því að vinaliðar haustsins hófu störf í dag og eins og sjá má á myndunum var mikið fjör í frímínútum!

Nánar
23 sep'19

Dagur bóksafnsins

Dagur bókasafnsins var haldinn hátíðlegur mánudaginn 9. september að undangenginni kynningu á fjölbreytileika bóka á safninu. Í kjölfarið tóku nemendur þátt í mynda- og bókagetraun sem veitt voru verðlaun fyrir á sal fimmtudaginn 12. september. Hér má sjá myndir af deginum og verðlaunaafhendingunni.

Nánar
17 sep'19

Vettvangsferð í Vatnsmýrina

Sjöttu bekkir fóru í vettvangsferð í Vatnsmýrina í september. Þeir skoðuðu vatnasvæðið og lífríki þess um leið og þeir fræddust um manngert umhverfið og samspil manns og náttúru. Hér má sjá myndir.

Nánar
17 sep'19

Dagur náttúrunnar

Dagur náttúrunnar var haldinn hátíðlegurí Hvassaleitinu í gær. Hér má sjá nokkrar myndir.

Nánar
10 ágú'19

Upplýsingar um skólasetningu

Skólasetningar og haustkynningar fyrir foreldra  verða þann 22. ágúst. Unglingastig (8.-10. bekkur) kl. 9:00-10:00 Yngstastig (2.-4. bekkur) kl. 10:00-11:30 Miðstig (5.-7. bekkur) kl. 12:00-13:30 Skólasetning hefst á sal.

Nánar
06 jún'19

Útskrift í 10. bekk

Í gær 5. júní útskrifuðum við okkar frábæra 10. bekk. Við erum stolt af þessum flottu nemendum og óskum þeim alls hins besta í framtíðinni. Hér eru nokkrar myndir frá útskriftinni.

Nánar