Fréttabréf maímánaðar
Hér er síðasta fréttabréf skólaársins 2022-2023 í Hvassaleitisskóla og þar má m.a. finna dagskrá síðustu skólavikunnar: Fréttabréf maímánaðar.
NánarUppstigningardagur og starfsdagur
Uppstigningardagur er almennur frídagur og því enginn skóli fimmtudaginn 18. maí. Við minnum svo á að föstudaginn 19. maí er starfsdagur í Hvassaleitisskóla og næsti kennsludagur er því mánudagur 22. maí.
NánarAprílfréttir
Við óskum nemendum, foreldrum og forráðamönnum gleðilegs sumars um leið og við bjóðum ykkur að kíkja á fréttabréf Hvassaleitisskóla fyrir aprílmánuð. Fréttabréf aprílmánaðar.
NánarFjölmenning í Hvassó
Miðvikudaginn 19. apríl milli kl. 8:30 og 9:00 bjóðum við foreldrum/forráðamönnum að koma til okkar í opið hús í Hvassaleitisskóla. Þar verður afrakstur nemenda frá þemavikunni „Fjölmenning í Hvassó” til sýnis. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.
NánarFréttabréf Hvassaleitisskóla
Meðfylgjandi er fréttabréf Hvassaleitisskóla fyrir marsmánuð og í leiðinni viljum við minna á að páskafríið hefst mánudaginn 3. apríl n.k. og síðasti kennsludagur fyrir frí er þ.a.l. föstudagur 31. mars. Fréttabréf marsmánaðar
NánarFebrúarfréttir
Fréttabréf febrúarmánaðar er mætt á veraldarvefinn og í leiðinni viljum við minna á dagskrá næstu viku eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Hér eru líka útskýringar á íslenskum hátíðisdögum og siðum á 15 tungumálum. Explanations of Icelandic days of celebration and customs.
NánarForeldraviðtöl og vetrarfrí í febrúar
Við viljum minna á að 7. febrúar eru foreldraviðtöl í Hvassaleitisskóla og dagana 23. – 24. febrúar er vetrarleyfi eins og sjá má í Skóladagatalinu fyrir skólaárið 2022-23. Þessa daga er ekki kennsla í skólanum.
NánarGleðilegt ár
Meðfylgjandi er fréttabréf Hvassaleitisskóla fyrir janúar en þar er að finna fréttir frá síðustu skóladögum ársins 2022 og fyrstu vikum ársins 2023. Meðal efnis eru myndbönd frá jólaleikriti 7. bekkjar og helgileik 4. bekkjar. Fréttabréf janúarmánaðar Gleðilegt glænýtt ár
NánarJólafrí í Hvassó
Jólafrí í Hvassaleitisskóla hefst 21. desember. Starfsdagur er 3. janúar 2023 og skólinn hefst að nýju 4. janúar samkvæmt stundaskrá. Gleðilega hátíð og takk fyrir samskiptin á árinu.
NánarDesemberfréttir
Meðfylgjandi er fréttabréf Hvassaleitisskóla fyrir desember og þar er m.a. að finna myndband frá Aðventuhátíðinni sem heppnaðist einstaklega vel. Við viljum minna á að 7. bekkur sýnir jólaleikritið mánudaginn 19. desember og svo endar dagskráin fyrir jól með helgileik 4.bekkjar og jólaballi þriðjudaginn 20. desember. Fréttabréf desembermánaðar Gleðilega hátíð.
Nánar