Skip to content
20 jan'23

Gleðilegt ár

Meðfylgjandi er fréttabréf Hvassaleitisskóla fyrir janúar en þar er að finna fréttir frá síðustu skóladögum ársins 2022 og fyrstu vikum ársins 2023. Meðal efnis eru myndbönd frá jólaleikriti 7. bekkjar og helgileik 4. bekkjar. Fréttabréf janúarmánaðar Gleðilegt glænýtt ár

Nánar
19 des'22

Jólafrí í Hvassó

Jólafrí í Hvassaleitisskóla hefst 21. desember. Starfsdagur er 3. janúar 2023 og skólinn hefst að nýju 4. janúar samkvæmt stundaskrá. Gleðilega hátíð og takk fyrir samskiptin á árinu.

Nánar
15 des'22

Desemberfréttir

Meðfylgjandi er fréttabréf Hvassaleitisskóla fyrir desember og þar er m.a. að finna myndband frá Aðventuhátíðinni sem heppnaðist einstaklega vel. Við viljum minna á að 7. bekkur sýnir jólaleikritið mánudaginn 19. desember og svo endar dagskráin fyrir jól með helgileik 4.bekkjar og jólaballi þriðjudaginn 20. desember. Fréttabréf desembermánaðar Gleðilega hátíð.

Nánar
24 nóv'22

Fréttabréf Hvassaleitisskóla

Meðfylgjandi er fréttabréf Hvassaleitisskóla fyrir október og nóvember en markmiðið er að slikt fréttabréf komi mánaðarlega í framtíðinni. Við viljum minna á að aðventuhátíðin okkar verður miðvikudaginn 30. nóvember og fimmtudaginn 1. desember og seinni daginn verður líka jólaföndur hjá foreldrafélagi skólans. Fréttabréf október & nóvember  

Nánar
13 sep'22

Leyfisbeiðnir

Leyfisbeiðnir sem sendar eru af heimasíðu skólans, eru ekki að skila sér á réttan stað, á skrifstofu skólans. Vinnulag okkar er þannig að skólastjóri svarar öllum leyfisbeiðnum sem vara lengur en í 3 daga. Ef svar hefur ekki borist við beiðni að þá biðjum við um að send sé önnur beiðni í gengum Mentor.  

Nánar
15 ágú'22

Skólasetning Hvassaleitisskóla

Skólasetning Hvassaleitisskóla verður mánudaginn 22. ágúst. Tímasetningarnar verða  sem hér segir: 2.-3 bekkur klukkan 9:30 4.-5. bekkur klukkan 10:30 6.-7. bekkur klukkan 11:30 Nemendur mæta ásamt forráðamönnum á settum tíma í íþróttasal skólans. Eftir það fara nemendur og forráðamenn í bekkjarstofur og hitta umsjónarkennara. Nemendur í fyrsta bekk verða boðaðir í viðtal af sínum umsjónarkennara.…

Nánar
07 jún'22

Skólaslit

Nú líður að lokum þessa skólaárs. Skólaslit eru í fyrramálið frá 9:40-11:00, þau eru haldin hátíðleg í íþróttasal, að loknum slitum er haldið til bekkjarstofu þar sem vitnisburður er afhendur. 9:40: 1.-3.bekkur 10:10 3.-6.bekkur 11:00 7.bekkur Foreldrar eru hjartanlega velkomnir

Nánar
24 maí'22

Nemendaverðlaun SFS

Nemendaverðlaun  skóla- og frístundaráðs voru afhent við hátíðlega athöfn í Rimaskóla í gær. Þetta er í tuttugasta skipti sem verðlaunin eru afhent til nemenda í grunnskólum borgarinnar sem skara fram úr í námi og starfi. 34 nemendur fengu verðlaun en Hekla Guðrún M. Pálsdóttir nemandi í 7. bekk var fulltrúi Hvassaleitisskóla og óskum við henni…

Nánar
08 apr'22

Páskafrí

Skólinn verður lokaður vegna páskaleyfis dagana 11.-18.apríl.  Kennsla hefst skv. stundaskrá þriðjudaginn 19.apríl. Njótið frísins!

Nánar
16 feb'22

Vetrarfrí

Vetrarfrí verður í grunnskólum Reykjavíkurborgar fimmtudaginn 16.febrúar og föstudaginn 17.febrúar. Kennsla hefst aftur samkvæmt stundaskrá mánudaginn 21.febrúar. Njótið frísins. Bestu kveðjur starfsfólk

Nánar