Dagur gegn einelti

Í dag héldum við í Hvassó uppá árlegan dag gegn einelti.  Í vikunni útbjuggu allir nemendur skólans vinabönd sem þeir tóku með sér útá skólalóð og mynduðu eitt stórt hjarta með bandið á milli sín sem tákn um vináttu nemenda.  Vinaböndin verða síðan hengd á eitt af trjánum  fyrir utan skólann sem áminning um að koma vel fram við hvert annað.  Að sjálfsögðu kíkti skólakisan Oreo í heimsókn við mikinn fögnuð nemenda, enda hálfgert sameiningatákn skólans.

Nemendaráð skólans sá um undirbúning viðburðarsins.

Hér má sjá fleiri myndir.