Uncategorized

25 jan'21

Starfsdagur þriðjudaginn 26.janúar

Þriðjudaginn 26.janúar er starfsdagur. Kennsla fellur niður þann dag. On Tuesday 26th of january is Teachers day in Hvassaleitisskoli. There will be no school for our students.

Nánar
06 jan'21

Mentor tekið upp

Nú um áramótin var Mentor nemendakerfið tekið upp í skólanum og kemur það í staðinn fyrir Námfús sem hefur verið í skólanum í þónokkur ár. Mentor er nemendaskráningarkerfi sem heldur utan um ástundun nemenda, námsmat og einkunnir. Ásamt því að að vera öflugt kerfi í bakvinnslu fyrir kennara og skólastjórnendur. Mentor er með app sem…

Nánar
17 des'20

Jólakveðjur frá 4.bekk

Nemendur í 4.bekk útbjuggu jólakort og kveðjur sem var stungið í bréfalúgur í nágrenninu í dag. Vonandi hafa þau glatt einhverja móttakendur.

Nánar
09 des'20

Aðventuhátíð

9. og 10.desember er hin árlega aðventuhátíð haldin í Hvassaleitisskóla. Nemendum er skipt upp í hópa undir forystu nemenda úr 7.bekk og halda hóparnir á hinar ýmsu stöðvar. Meðfylgjandi eru nokkrar myndir af hátíð morgunsins.

Nánar
17 nóv'20

Íslenskuverðlaun unga fólksins

Íslenskuverðlaun unga fólksins voru afhent við athöfn í Grensáskirkju í gær. Verðlaunin eru veitt þeim nemendum í 7.bekk sem þykja sýna færni, sköpunargleði og frumleika í notkun tungumálsins. Einnig er horft til framfara í íslensku og leikni í að nota tungumálið sem samskiptatæki, t.d. á sviði samræðulistar eða ljóðrænnar framsetningar. Að þessu sinni hlaut Hrafnhildur…

Nánar
12 nóv'20

Hvassaleitisskóli – 55 ára starfsafmæli

12.nóvember árið 1965 hófst skólastarf í Hvassaleitisskóla. Í dag má því segja að skólinn fagni 55 ára starfsafmæli og vegna þessa var nemendum og starfsfólki boðið upp á köku. Nemandi í 4.bekk kom færandi hendi á skrifstofuna og gaf skólanum heimatilbúið kort í tilefni dagsins.   Húsnæðið var byggt í þremur áföngum á árunum 1965-…

Nánar
04 nóv'20

Skipulag næstu daga

Hér er skipulag næstu daga: Skóladagurinn Skóladagur yngsta stigs verður hefðbundinn að tíma. 1. og 4.bekkir ljúka sínum degi kl 13.30 og fara í Krakkakot. 2. og 3.bekkur ljúka sínum degi kl 13.40 og fara í Krakkakot. Þessi hólf haldast svo í Krakkakoti. Miðstig. Skóladagurinn hefur verið styttur örlítið í báða enda. 5.bekkur er í…

Nánar
02 nóv'20

Skipulag næstu daga

Skipulag næstu daga er að taka á sig mynd. Yngsta stig  kl 8.30   1. og 4.bekkur. (1.bekkur mætir við inngang tónmenntastofu og 4.bekkur við inngang að eldhúsi). kl 8.40  2. og 3.bekkur (sameiginlegur inngangur við tónmenntastofu). Frímínútur og hádegismatur verða á sama/svipuðum tíma og verið hefur. Skóladegi lýkur kl 13.30 hjá 1. og 4. bekk…

Nánar
21 okt'20

Vetrarfrí

Hvassaleitisskóli verður lokaður vegna vetrarfrís dagana 22.,23. og 26.október . Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 27.október. Njótið frísins!  

Nánar
15 okt'20

Bleikur föstudagur 16.október

Á morgun, föstudaginn 16.október er bleikur dagur í skólanum en á þessum degi eru landsmenn hvattir til að sýna samstöðu og klæðast bleiku.  Bleika slaufan er árlegt árvekni- og fjáröflunarátak Krabbameins­félagsins sem tileinkað baráttunni gegn brjóstakrabbameini hjá konum. Við hvetjum starfsfólk og nemendur til að mæta í einhverju bleiku í tilefni dagsins. Tomorrow, friday 16th…

Nánar