Skip to content
20 jan'23

Gleðilegt ár

Meðfylgjandi er fréttabréf Hvassaleitisskóla fyrir janúar en þar er að finna fréttir frá síðustu skóladögum ársins 2022 og fyrstu vikum ársins 2023. Meðal efnis eru myndbönd frá jólaleikriti 7. bekkjar og helgileik 4. bekkjar. Fréttabréf janúarmánaðar Gleðilegt glænýtt ár

Nánar
13 sep'22

Leyfisbeiðnir

Leyfisbeiðnir sem sendar eru af heimasíðu skólans, eru ekki að skila sér á réttan stað, á skrifstofu skólans. Vinnulag okkar er þannig að skólastjóri svarar öllum leyfisbeiðnum sem vara lengur en í 3 daga. Ef svar hefur ekki borist við beiðni að þá biðjum við um að send sé önnur beiðni í gengum Mentor.  

Nánar
07 jún'22

Skólaslit

Nú líður að lokum þessa skólaárs. Skólaslit eru í fyrramálið frá 9:40-11:00, þau eru haldin hátíðleg í íþróttasal, að loknum slitum er haldið til bekkjarstofu þar sem vitnisburður er afhendur. 9:40: 1.-3.bekkur 10:10 3.-6.bekkur 11:00 7.bekkur Foreldrar eru hjartanlega velkomnir

Nánar
08 apr'22

Páskafrí

Skólinn verður lokaður vegna páskaleyfis dagana 11.-18.apríl.  Kennsla hefst skv. stundaskrá þriðjudaginn 19.apríl. Njótið frísins!

Nánar
16 feb'22

Vetrarfrí

Vetrarfrí verður í grunnskólum Reykjavíkurborgar fimmtudaginn 16.febrúar og föstudaginn 17.febrúar. Kennsla hefst aftur samkvæmt stundaskrá mánudaginn 21.febrúar. Njótið frísins. Bestu kveðjur starfsfólk

Nánar
25 jan'22

Starfsdagur og foreldraviðtöl

Fimmtudaginn 27.janúar er starfsdagur í Hvassaleitisskóla. Dagurinn verður notaður til undirbúnings foreldraviðtala sem verða 2.febrúar. Þessa daga fellur kennsla niður.

Nánar
28 okt'21

Heimanámsaðstoð

Heimanámsaðstoð hefst á Borgarbókasafni í Kringlunni  mánudaginn 1.nóvember kl 14.30. Við hvetjum nemendur til að nýta sér þessa þjónustuna.

Nánar
26 okt'21

Breyting á skóladagatali

Athygli er vakin á breytingu á skóladagatali.  Jólaskemmtun nemenda færist frá 20.desember til 16.desember. Skemmtunin verður haldin seinnipart dags þann 16. og telst sá dagur tvöfaldur skóladagur.  17.desember er hefðbundinn skóladagur, frá 8.30-14.10. Hugmyndin er að halda jólaskemmtunina úti við, eins og gert var fyrir ári síðan.  Skemmtunin byrjar á stofujólum og síðan færist leikurinn…

Nánar
05 ágú'21

Skrifstofan og skólasetning

Skrifstofa skólans opnar mánudaginn 9. ágúst.  Öllum umsóknum um skólavist verður svarað í næstu viku. Nánari upplýsingar um upphaf skólastarfsins og skólasetningu koma um miðjan ágúst.  

Nánar
08 jún'21

Nemendaverðlaun Skóla-og frístundasviðs

Í gær, 7.júní voru afhend Nemendaverðlaun Skóla- og frístundaráðs en þau voru afhend við hátíðlega athöfn í Laugalækjarskóla. Skóla- og frístundaráð Reykjavíkur veitir á hverju vori verðlaun til nemenda í grunnskólum borgarinnar. Einn nemandi eða nemendahópur í hverjum skóla er tilnefndur og fær viðurkenningu. Markmið verðlaunanna er að hvetja nemendur til að leggja sig enn…

Nánar