Skip to content
13 sep'22

Leyfisbeiðnir

Leyfisbeiðnir sem sendar eru af heimasíðu skólans, eru ekki að skila sér á réttan stað, á skrifstofu skólans. Vinnulag okkar er þannig að skólastjóri svarar öllum leyfisbeiðnum sem vara lengur en í 3 daga. Ef svar hefur ekki borist við beiðni að þá biðjum við um að send sé önnur beiðni í gengum Mentor.  

Nánar
07 jún'22

Skólaslit

Nú líður að lokum þessa skólaárs. Skólaslit eru í fyrramálið frá 9:40-11:00, þau eru haldin hátíðleg í íþróttasal, að loknum slitum er haldið til bekkjarstofu þar sem vitnisburður er afhendur. 9:40: 1.-3.bekkur 10:10 3.-6.bekkur 11:00 7.bekkur Foreldrar eru hjartanlega velkomnir

Nánar
08 apr'22

Páskafrí

Skólinn verður lokaður vegna páskaleyfis dagana 11.-18.apríl.  Kennsla hefst skv. stundaskrá þriðjudaginn 19.apríl. Njótið frísins!

Nánar
16 feb'22

Vetrarfrí

Vetrarfrí verður í grunnskólum Reykjavíkurborgar fimmtudaginn 16.febrúar og föstudaginn 17.febrúar. Kennsla hefst aftur samkvæmt stundaskrá mánudaginn 21.febrúar. Njótið frísins. Bestu kveðjur starfsfólk

Nánar
25 jan'22

Starfsdagur og foreldraviðtöl

Fimmtudaginn 27.janúar er starfsdagur í Hvassaleitisskóla. Dagurinn verður notaður til undirbúnings foreldraviðtala sem verða 2.febrúar. Þessa daga fellur kennsla niður.

Nánar
28 okt'21

Heimanámsaðstoð

Heimanámsaðstoð hefst á Borgarbókasafni í Kringlunni  mánudaginn 1.nóvember kl 14.30. Við hvetjum nemendur til að nýta sér þessa þjónustuna.

Nánar
26 okt'21

Breyting á skóladagatali

Athygli er vakin á breytingu á skóladagatali.  Jólaskemmtun nemenda færist frá 20.desember til 16.desember. Skemmtunin verður haldin seinnipart dags þann 16. og telst sá dagur tvöfaldur skóladagur.  17.desember er hefðbundinn skóladagur, frá 8.30-14.10. Hugmyndin er að halda jólaskemmtunina úti við, eins og gert var fyrir ári síðan.  Skemmtunin byrjar á stofujólum og síðan færist leikurinn…

Nánar
05 ágú'21

Skrifstofan og skólasetning

Skrifstofa skólans opnar mánudaginn 9. ágúst.  Öllum umsóknum um skólavist verður svarað í næstu viku. Nánari upplýsingar um upphaf skólastarfsins og skólasetningu koma um miðjan ágúst.  

Nánar
08 jún'21

Nemendaverðlaun Skóla-og frístundasviðs

Í gær, 7.júní voru afhend Nemendaverðlaun Skóla- og frístundaráðs en þau voru afhend við hátíðlega athöfn í Laugalækjarskóla. Skóla- og frístundaráð Reykjavíkur veitir á hverju vori verðlaun til nemenda í grunnskólum borgarinnar. Einn nemandi eða nemendahópur í hverjum skóla er tilnefndur og fær viðurkenningu. Markmið verðlaunanna er að hvetja nemendur til að leggja sig enn…

Nánar
07 jún'21

Vordagar og skólaslit

Í dag hefjast vordagar hjá okkur, enda líður að lokum þessa skólaárs.  Við vísum í pósta sem hafa borist frá umsjónarkennurum og skrifstofu skólans. Skóladagurinn er frá 8.30-12.00 mánudaginn 7.júní, þriðjudaginn 8.júní og miðvikudaginn 9.júní.  Gæsla er í boði frá kl 12.00- 13.40 fyrir nemendur á yngsta stigi. Nemendur í einhverfudeild sem fara í félagsmiðstöðvar…

Nánar