Fréttir

21 okt'21

Vetrarleyfi 22.-26. okt.

Vetrarleyfi verður föstudag 22. október, mánudag 25. október og þriðjudag 26. október. Hafið það sem allra best !

Nánar
07 sep'21

Göngum í skólann

Skólinn hefur nú þegar verið skráður til leiks og við hvetjum alla til þess að taka þátt.  Við hvetjum ykkur kæru foreldrar/forráðamenn til þess að nýta ykkur verkefnið og þá umræðu sem skapast þennan mánuðinn til þess að ræða þessi mál við börnin ykkar og fara öruggustu leiðina í skólann með yngstu börnunum.   Vonandi…

Nánar
25 ágú'21

Skólasetning og 1.bekkur !

Skólaárið er nú formlega hafið hjá okkur í Hvassó ! Á mánudaginn mættu nemendur í 2.-7. bekk og í dag miðvikudag hófu nemendur í 1. bekk skólagönguna sína. Nú iða gangarnir af lífi og það er einmitt þannig sem við viljum hafa það. Með von um gott samstarf í vetur !  

Nánar
16 ágú'21

Það er komið að því!

Skólasetning Hvassaleitisskóla verður mánudaginn 23. ágúst. Tímasetningarnar verða  sem hér segir: 2.-3 bekkur klukkan 9:30 4.-5. bekkur klukkan 10:30 6.-7. bekkur klukkan 11:30 Nemendur mæta ásamt einum forráðamanni á settum tíma í íþróttasal skólans. Eftir það fara nemendur og forráðamenn í bekkjarstofur og hitta umsjónarkennara. 23. ágúst og 24. ágúst eru nemendur í 1.bekk boðaðir…

Nánar
08 jún'20

Sumargleði og útskrift 7. bekkjar

Á fimmtudaginn í síðustu viku héldum við sumargleði Hvassó þar sem við slógum saman íþróttadegi ásamt því að foreldrafélagið bauð upp á hoppukastala og klifurturn. DR-bike mætti á staðinn og gerði við hjól fyrir þá sem vildu og í lok dags sýndu BMX-brós valda takta á BMX-hjólum. Dagurinn heppnaðist fullkomlega og þökkum við foreldrafélaginu innilega…

Nánar
25 maí'20

Sumardagar og skólaslit

Á skóladagatali eru vordagar merktir sem skertir dagar þ.e. að nemendur eru ekki fullan skóladag. Í ár hefjast vordagar kl. 8:30 og standa til 12:00. Nemendur taka með sér nesti en eru ekki í hádegismat. Kennarar munu senda út frekara skipulag fyrir vordagana í föstudagspósti, einhverjir hópar gætu orðið lengur en til 12:00. Kennarar láta foreldra…

Nánar
20 maí'20

Stóra upplestrarkeppnin

Stóra upplestrarkeppnin fór fram í Grensáskirkju í gær og voru þau Anna og Sigþór fulltrúar skólans. Sigþór lenti í öðru sæti í keppninni. Skólinn óskar þeim báðum  til hamingju með frábæra frammistöðu!  Myndir má sjá með því að smella hér.

Nánar
30 apr'20

Sjáumst hress 4. maí !

Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá þann 4. maí .  Mikið hlökkum við til að hitta alla stóra sem smáa! Nánari upplýsingar koma í tölvupósti til forráðamanna frá stjórnendum.

Nánar