Skip to content

Breyting á skóladagatali

Athygli er vakin á breytingu á skóladagatali. 

Jólaskemmtun nemenda færist frá 20.desember til 16.desember. Skemmtunin verður haldin seinnipart dags þann 16. og telst sá dagur tvöfaldur skóladagur.  17.desember er hefðbundinn skóladagur, frá 8.30-14.10.

Hugmyndin er að halda jólaskemmtunina úti við, eins og gert var fyrir ári síðan.  Skemmtunin byrjar á stofujólum og síðan færist leikurinn út. Þar sem gengið verður í kringum jólatréð og góðir gestir mæta á svæðið.

Foreldrar verða velkomnir á skemmtunina og er í spilunum að bjóða upp á heitt kakó og piparkökur.