Bolludagur, sprengidagur og öskudagur

Mánudaginn 15.febrúar er bolludagur í skólanum. Nemendur mega koma með bollur í nesti, ef þeir kjósa. Í hádegismat verða fiskibollur.
Þriðjudaginn 16.febrúar er sprengidagur og þá er saltkjöt í matinn.
Miðvikudaginn 17.febrúar er öskudagur og þá er í boði að koma með sparinesti. Í hádegismat verður pizza, hún verður í boði fyrir alla nemendur skólans,einnig þá sem ekki eru í skráðir í mat.
Öskudagur er skertur skóladagur og fara nemendur heim rétt fyrir hádegi.