3. bekkur í myndlistaskólanum

Börn í 3. bekk fóru á dögunum á  þriggja daga námskeið hjá Myndlistarskólanum í Reykjavík. Þar lærðu þau ma. um frumlitina, línur, form og ólíkar áferðir. Þau fengu að búa til sína eigin pensla úr hinum ýmsu efnum náttúrunnar og prófuðu að mála með bleki. Afraksturinn má sjá á veggjum skólans og það má með sanni segja að boðið sé upp á alvöru myndlistarsýningu, enda eru börn bestu listamennirnir. Sjá myndir hér.